Ég sver að ég hélt ég myndi tárast...

Vá, ég veit ekki alveg hvernig á að bregðast við þessu, innst inni held ég að ég hafi vitað það allan tímann að þessi sæta stelpa myndi ekki lifa þetta af. Þetta er alveg hræðilegt og mér finnst það alveg vera það versta í heiminum að myrða lítil börn og hver svo sem gerði henni og foreldrum hennar þetta á allt ljótt skilið. Og sú staðreynd að það sé fylgst grannt með foreldrum hennar sló mig alveg út af laginu, ég trúi því engan vegin að þau hafi rænt og myrt eigin dóttur, til hvers þá? Líklega telur fólk það vera útá athyglina en hver vill vera þekktur fyrir að eiga barn sem var myrt? En ég veit náttúrulega ekkert um þetta, en ég hef enga, alls enga, trú á því að foreldrarnir hafi átt einhvern hlut að máli. Þau eru líklega bara örþreytt, ringluð og hrædd um dóttur sína, halda samt herferðum áfram og það er fólk um allan heim með augun opin fyrir líklegum ræningja eða Madeleine. Ef hún er dáin, sem að ég tel sjálfri mér trú um að hún sé ekki því þetta er of sorglegt fyrir mitt viðkvæma hjarta, þá votta ég öllum þeim sem komu eitthvað nálægt henni eða hún náði að snerta streng í hjarta ykkar, alla mína samúð. 

Megi hún hvíla í friði og ég óska foreldrum hennar alls góðs.


mbl.is Telja að Madeleine hafi verið myrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég efast um að þau hafa drepið hana ef þau hafa gert það samt þá eru þau ekki  fyrstu foreldrar sem hafa drepið barnið sitt og ekki þau seinustu.

það eru ekki allir saklausir í þessum furðulega heimi sem við búum í :) 

gerti (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 19:49

2 identicon

Ég gruna á engan hátt foreldrana um beina adild ad láti dóttur sinnar en thó bera thau vissulega ábyrgd í málinu. Thad er vítavert ábyrgdarleysi ad skilja svo ung börn eftir ein og fara út ad borda eda hvad sem thau voru ad gera, thótt ekki sé nema í klukkutíma. Thad er svo margt sem getur gerst á einum klukkutíma og börn á thessum aldri ekki á neinn hátt undir thad búid ad bregdast vid hinum ýmsu adstædum. Ef vid bara tækjum adrar adstædur sem dæmi, thá hefdi getad kviknad í á thessum klukkutíma, og hver eru fyrstu vidbrögd barna vid thær adstædur? Jú thau fela sig, sem gerir thad oft mjög erfitt ad bjarga theim. Thannig ad, nei foreldrarnir myrtu kannski ekki barnid, en thó eiga samt óbeina adild ad thví ad thetta gat gerst.

DBG (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 21:42

3 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Dauði hennar getur hafa verið slys og Það sem kom í kjölfarið yfirvarp. Þetta er afar sorglegt hvernig sem þetta hefur átt sér stað. Fæstir vita hvað hefur gerst og því ástæðulaust að reyna að spekúlera hvað gerðist. Það kemur vonandi brátt í ljós. Ég bið þó að Madeleine og ástvinir hennar fái frið í sálu sinni, hvar sem hún er niður kominn.

Jónas Rafnar Ingason, 7.8.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband