16.8.2007 | 23:53
Sumt fólk á ekki rétt á sér...
Ég hef aldrei verið hrifin af þessum barnalandssíðum en ég bjóst nú samt aldrei við neinu svona viðurstyggilegu. Mér hefur alltaf fundist hálfkjánalegt að tileinka heila síðu barninu sínu, hvað það gerir, segir, hvernig það lítur út og svo framvegis. En það er bara ég, ég vil halda svona hlutum innan fjölskyldunnar, ekki deila þeim með alheiminum. Reyndar held ég að fólk hafi hálfpartinn búist við þessu, að perrar og ógeð skoði síðurnar semsagt. Ég er alls ekki að segja að þessar barnalandssíður séu ábyrgðarleysi af hálfu foreldranna, alls ekki, bara að það mætti aðeins gæta sín hvað er sett þarna inn, alveg eins og með allar aðrar síður á netinu. Það getur hver sem er skoðað þetta.
Hvað þessa barnaperra varðar er ég í algjöru sjokki. Það slær mig hvað fólk leggst lágt til að komast yfir barna"klám", ef klám má kalla. Myndir af léttklæddum, litlum börnum er ekki klám. Það er eðlilegt. Maður getur ekki skoðað myndaalbúm heima hjá vinafólki með barn án þess að reka augun í mynd af barninu bara á bleyjunni eða bert að ofan að leika sér útí garði í buslulaug. Við sjáum þannig myndir í albúmum hjá vinum og ættingjum. En netið er misnotað á ýmsa vegu og þessi leið sú alversta af þeim öllum. Við komumst öll yfir vírusa og orma eða ef að litli bróðir manns er að skoða klám eða amma manns að versla korselett. En svona lagað komumst við ekki yfir. Ég er nú ekki foreldri sjálf, en ef að ég vissi af einhverjum líta á litla bróðir minn sem kynveru og jafnvel snerta sjálfa/n sig yfir honum yrði mér hreinlega alveg ofboðið. Ég myndi hiklaust hafa samband við lögreglu og jafnvel hella mér aðeins yfir þann ásakaða sjálf. Þetta er ógeðslegt. Barnaperrar og níðingar eru þeir alverstu sem ég veit um. Sumt fólk á hreinlega ekki rétt á aðgang að tölvum. Sumt fólk á hreinlega ekki rétt á því að láta aðra vita af sér. Sumt fólk ætti að loka inni að eilífu.
Foreldrar fullir viðbjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.