Á varla orð...

Ég verð að segja...ég á hreinlega ekki orð! Auk þess að vera hissa er ég nokkuð sár, þessi myndarlegi strákur var einn af mínum uppáhöldum. Stjörnurnar eru daglega í fréttum, þó kannski minna af honum en öðrum enn stærri stjörnum, en svona frétt slær mig algjörlega út. Hver man ekki eftir minnistæðum leik hans þar sem hann lék á mótu Juliu Stiles í 10 things I hate about you? Alveg hreint yndisleg mynd að mínu mati og hann var alveg hreint æðislegur!

Svo fylgja stórmyndirnar á eftir. Svona stelpustelpur eins og ég minnast eflaust núna Brokeback Mountain og Casanova og einnig var ævintýramyndin Brothers Grimm nokkuð vinsæl. Þessar myndir eru klassík.

Heath Ledger, 1979-2008, á farsælan feril að baki sér. Þótt lífið sé ekki alltaf dans á rósum hélt hann oftast sínu striki og brosti útí heiminn. Hann mun seint ef ekki aldrei gleymast því sum nöfn lifa að eilífu. Ég samhryggist vinum hans og aðstandendum mjög mikið og ég hugsa til þeirra.

Heath Ledger. Þín er saknað, megir þú hvíla í friði.


mbl.is Heath Ledger látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband