17.12.2008 | 15:02
Veit ekki hvað skal halda
Eftir að hafa lesið vitnisburð beggja aðila(domstolar.is) þá veit ég hreinlega ekki. Þegar strákurinn segir frá lítur þetta einfaldlega út sem heiðarleg mistök á fylleríi. En stelpan er að sjálfsögðu á algjörlega öðru máli og segir hann hafa neytt boltann upp og ýmislegt annað sem ég ætla ekki að fara útí hérna. Gera má ráð fyrir að báðir aðilar séu að ýkja og bæta við, því bæði voru full og ekki líklegt að þau muni eftir öllum smáatriðum sem geta þó verið svo mikilvæg í svona máli. Ég veit hreinlega alls ekki hvoru þeirra ég trúi og hef litla skoðun. En í vitnisburði beggja segir að þau hafi farið heim til hennar og að hún hafi talið boltann leikfang og hann hafi boðist til að taka hann út, áður en hann fór. Hún hinsvegar, hafi verið það ölvuð að hún vildi bara fara að sofa.
Get ekki ýmindað mér annað en að erfitt sé að dæma í þessu máli og fólk tekur afstöðu um leið og það les fréttina. Ég gerði það einnig en vinur minn benti mér á vitnisburðinn og núna veit ég ekki hvað skal halda.
Skildi bolta eftir í leggöngum konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.